Forvarnardagurinn 2019 – Forsetaheimsókn

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar ásamt unglingastigi Grunnskólans í Borgarnesi tekur á móti forsetanum í heimsókn í tilefni af Forvarnardeginum 2019 miðvikudaginn 2. október kl. 9. Forsetinn mun spjalla við nemendur og fylgjast með þeim í hópavinnu um forvarnarmál.

This image has an empty alt attribute; its file name is Forvarnard_logo.jpg

Þessi dagur er haldinn að frumkvæði forseta Íslands en auk embættis forseta skipa fulltrúar embætti landlæknis, Sambands Íslenskra sveitarfélaga, Rannsóknar og greiningar, Samtaka félaga í forvörnum, Reykjavíkurborgar og þriggja landssamtaka æskufólks: Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Bandalags íslenskra skáta, stýrihóp sem kemur að Forvarnardeginum ár hvert. Forvarnardagurinn er haldinn í fjórtánda sinn í ár.


Eitt markmið Forvarnardagsins er að vekja athygli á forvarnargildi þess að börn og ungmenni eyði tíma með fjölskyldunni, taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og seinki því að neyta áfengis, eða sleppi því.