Frábær árangur

RitstjórnFréttir

Miðvikudaginn 13. október sl. fór fram stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Þessi keppni er í tveimur stigum, neðra og efra stigi. Neðra stigið er ætlað nemendum sem hafa lokið eða eru í stæ 303/4 en það efra nemendum sem eru í stæ 403/4 eða ofar. MB átti einn fulltrúa í keppninni að þessu sinni en það var Alexander Gabríel Guðfinnsson. Er skemmst frá því að segja að A. Gabríel náði frábærum árangri. Hann lenti í 9. sæti af 248 nemendum á neðra stigi. Þessi góði árangur veitir honum rétt til þátttöku í lokakeppninni sem verður haldin í mars 2011. Starfsfólk skólans er afar stolt af frammistöðu A. Gabríels og óskar honum innilega til hamingju með árangurinn.