Frábær styrkur til KVIKU

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Stór hópur kvenna sem eru starfandi í kvenfélögum í Borgarfirði komu í heimsókn hingað í MB  á dögunum. Tilefnið var að félögin ásamt Sambandi Borgfiskra kvenna færðu MB höfðinglega styrki til uppbyggingar Kviku – skapandi rými.

Frábær viðurkenning fyrir okkur í MB að kvenfélögin sem til er stofnað með það að markmiði að bæta samfélagið, sérstaklega hvað varðar málefni barna, kvenna og fjölskyldna velji það að veita MB og Kviku styrk.  Enn og aftur kemur skýrt fram hvað kvenfélög eru og hafa verið samfélaginu öllu mikilvæg þó ekki hafi þau alltaf farið hátt eða mikið farið fyrir þeim í fjölmiðlum.