Kolfinna og Sveinn Pálsson

Framhaldsdeild í Búðardal – dreifnám frá MB

RitstjórnFréttir

Kolfinna og Sveinn PálssonMenntaskóli Borgarfjarðar og Dalabyggð hafa gert með sér samkomulag um að hefja rekstur framhaldsdeildar í Dalabyggð nú í haust. Menntaskóli Borgarfjarðar sér um og skipuleggur dreifnám fyrir nemendur í Búðardal. Nemendur stunda fjarnám með nútíma samskiptalausnum auk þess að koma þrisvar á önn í Borgarnes í stuttar námslotur. Dalabyggð leggur til húsnæði og nauðsynlegan búnað. Jenny Nilson hefur verið ráðin sem umsjónarmaður dreifnámsins. Jenny er búsett í Dalabyggð. Hún er með BA próf í næringarfræði auk þess að hafa stundað nám í félagssálfræði. Hún hefur góða reynslu af því að vinna með og leiðbeina unglingum og vann síðast sem leiðbeinandi við Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum í Sælingsdal.

Á myndinni sjást Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari MB og Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar undirrita samkomulagið.

zp8497586rq