Framhaldsskólaboðhlaup á Reykjavíkurleikum

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Laugardaginn 4. febrúar keppti  boðhlaupssveit karla í nafni MB í framhaldsskólaboðhlaupi á Reykjavíkurleikunum en það er eitt flottasta frjálsíþróttamót sem hefur verið haldið á landinu. Var hlaupið 4*200m. Okkar sveit stóð sig mjög vel og lenti í 4. sæti.

Boðhlaupssveitina skipuðu: Arnar Smári Bjarnason, Bjarni Guðmann Jónsson, Jóhannes Valur Hafsteinsson og Steinþór Logi Arnarsson.