Frumkvöðlar í MB

Ritstjórn Fréttir

IMG_0579

Nemendur frá MB fengu tækifæri til að taka þátt í Erasmus+ verkefni á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlans. Verkefnið ber heitið “Teaching Entrepreneurship, Learning Entrepreneurship“, en það eru 4 lönd auk Íslands sem taka þátt, þ.e. Þýskaland, Lettland, Spánn og Rúmenía. Það voru þær Helga Dóra Hólm Jóhannsdóttir, Katrín Pétursdóttir og Selma Rakel Gestsdóttir sem tóku þátt í hugmyndasmiðju sem var blanda af stuttum fyrirlestrum, umræðum um þær (viðskipta) hugmyndir sem unnið er með og útfærslum á þeim.

Í hugmyndasmiðjunni er mikil áhersla lögð á hvatningu þar sem hver og einn finnur og eflir sterkar hliðar hjá sér. Ennfremur er mikil áhersla á hagnýta markmiðasetningu.

Nemendur unnu hver um sig að viðskiptahugmynd sem tengist þeirra heimahögum og kynntu niðurstöðurnar föstudaginn 29. apríl fyrir gestum í Símenntunarmiðstöðinni. Þarna var að finna mjög metnaðarfull og flott verkefni sem án efa fá að líta dagsins ljós fyrr en seinna.

Þær Katrín og Selma fara svo með starfsmönnum Símenntunarmiðstöðvar til Lettlands í lok maí þar sem þær hitta aðra einstaklinga sem hafa unnið með sínar hugmyndir í hugmyndssmiðjum í sínum löndum. Þetta er einstakt tækifæri sem þær ætla að nýta sér til hins ítrasta.  Við óskum þeim innilega til hamingju með sitt framlag til þessa verkefnis.