Fulltrúar sveitastjórnar í heimsókn

RitstjórnFréttir

Hagfræði

Í vikunni komu fulltrúar sveitastjórnar í Borgarbyggð í heimsókn í hagfræðitíma og svöruðu krefjandi spurningum frá nemendum. Líflegar og skemmtilegar umræður sköpuðust. Það voru þau Geirlaug Jóhannsdóttir, Ragnar Frank Kristjánsson og Björn Bjarki Þorsteinsson sem gáfu sér tíma til að heimsækja nemendur og viljum við þakka þeim kærlega fyrir. Það er ómetanlegt að fá einstaklinga sem þessa inní skólann til að ræða við nemendur og veita þannig nemendum tækifæri á að koma sínum málefnum á framfæri.