Fyrirlestur um heilbrigði og velferð

RitstjórnFréttir


Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara býður nú skólum fræðslu um grunnþætti í nýrri aðalnámskrá. Hverjum skóla er gefinn kostur á að velja fyrirlesara þar sem fjallað er um einn af eftirfarandi grunnþáttum: sjálfbærni; heilbrigði og velferð; lýðræði og mannréttindi; og jafnrétti. Halla Karen Kristjánsdóttir  og Guðrún Ragnarsdóttir, kennarar við Borgarholtsskóla, heimsóttu MB í vikunni og fjölluðu um  grunnþáttinn heilbrigði og velferð.

Guðrún og Halla fóru yfir hvernig innleiðing grunnþáttarins gekk fyrir sig í Borgarholtsskóla en þar var sérstök áhersla lögð á að nýta verkefnið heilsueflandi skóli. Margar góðar hugmyndir komu fram í fyrirlestrinum um hvernig  auka má og bæta heilbrigði og velferð starfsmanna og nemenda.

zp8497586rq