Fyrirlestur um mikilvægi hreyfingar

RitstjórnFréttir

File_000Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir fyrrum nemandi við MB kom og hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk MB í vikunni. Guðríður kynnti sjúkraþjálfunarnámið sem hún er að ljúka í vor. Hún ræddi við okkur um stoðkerfisvandamál, mikilvægi líkamsvitundar og réttrar líkamsbeitingar ásamt hreyfingu.
Fyrirlestur hennar var mjög áhugaverður og við erum stolt af því að eiga svolítið í þessum flotta háskólanemanda.