Jón Steinar Gunnlaugsson í lögfræðitíma

Fyrrverandi hæstaréttardómari spjallar við nemendur

Ritstjórn Fréttir

Jón Steinar Gunnlaugsson í lögfræðitímaJón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttadómari, kom í heimsókn í lögfræðitíma í MB fyrir skömmu. Hann ræddi við nemendur um íslenskt réttarkerfi og starfsemi þess. Hann lagði áherslu á  mikilvægi þess að farið væri að lögum þegar úrskurðað væri um sekt eða sakleysi einstaklinga og að huglægt mat ætti ekki við í því sambandi. Jón Steinar vitnaði í raunverulega dóma sem fallið hafa hér á landi til að skýra mál sitt betur. Loks fengu nemendur tækifæri til að spyrja Jón Steinar út í einstök mál og annað sem þeim lá á hjarta. Nemendur höfðu bæði gagn og gaman af heimsókn Jóns Steinars og fengu betri skilning á hlutverki lögfræðinnar, dómstólum og réttarfari hér á landi.

Á myndinni er Jón Steinar ásamt nemendum í lögfræði. Helga Karlsdóttir, kennari, er lengst til vinstri.

zp8497586rq