Home » Fréttir » Fyrrverandi nemandi MB sem hefur náð langt!

Fyrrverandi nemandi MB sem hefur náð langt!

Bjarki Þór Grönfeldt sem útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar árið 2013 hefur heldur betur staðið sig vel í námi eftir að hann fór frá MB.

Að loknu stúdentsprófi lá leið hans í Háskólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist með BSc próf í sálfræði árið 2016.

Nú hefur Bjarki hlotið „Vice Chancellor’s Research Scholarship“ til doktorsnáms í félagslegri sálfræði við Háskólann í Kent í Bretlandi. Hann útskrifast áður með meistarapróf í stjórnmálasálfræði frá sama skóla í nóvember 2018. Í meistararitgerð sinni rannsakaði Bjarki áhrif hóplægrar sjálfdýrkunar (enska: collective narcissism) á samskipti innan stjórnmálaflokka. Hóplæg sjálfdýrkun er útblásin trú einstaklings á ágæti og yfirburði eigin hóps. Í doktorsnámi sínu mun hann skoða áhrif hóplægrar sjálfsdýrkunar í víðara samhengi, og leitast við að svara spurningum líkt og af hverju það gerist að fólk sem virðist á yfirborðinu vera hliðhollt og tryggt eigin hópi, nýtir gjarnan hópinn sinn til að skara eld að eigin köku.

Við í MB erum endalaust stolt af Bjarka og óskum honum alls hins besta í doktorsnáminu.

 

Viðburðir

júli, 2020

Engir viðburðir

X