Fyrsti kennsludagur haustannar

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Föstudaginn 18. ágúst var tekið á móti nýnemum við Menntaskóla Borgarfjarðar.

Starfsfólk snæddi morgunverð með nemendum en síðan var haldið í sal skólans þar sem skólameistari sagði nokkur hvatningarorð við nemendur áður en umsjónarkennarar tóku við og leiddu nemendur í gegnum helstu réttindi og skyldur. Farið var í gegnum Vitann sem er nemendahandbók nemenda MB og að lokum fengu nemendur aðstoð við að skrá sig inná kerfi skólans þannig að þau yrðu vel undirbúin fyrir upphaf námsins.

Í morgun mættu svo allir nemendur galvaskir og tilbúnir í önnina framundan.

Sjálfstæði – færni – framfarir eru einkunnarorð skólans og kristallast viðhorf vinnunnar í skólanum í þessum kjörorðum.