
Á miðvikudagskvöldið var svo kynningarfundur um starf skólans fyrir foreldra og forráðamenn tíundubekkinga. Á fundinum, sem var ágætlega sóttur, gerði Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari, grein fyrir helstu áherslum í skólastarfinu og sérstöðu skólans miðað við aðra framhaldsskóla. Dr. Vífill Karlsson, formaður stjórnar MB, sýndi fram á með sterkum rökum, hversu mikill sparnaður felst í því fyrir fjölskyldur að unga fólkið stundi framhaldsskólanám í heimabyggð.