Gestkvæmt í MB

RitstjórnFréttir

Undanfarnar vikur hefur verið gestkvæmt í MB. Síðastliðinn mánudag kom Magnús B. Jónsson, stjórnarmaður í Borgarfjarðardeild Heimssýnar, í heimsókn til að ræða ESB-aðildarviðræður Íslendinga. Í síðustu viku komu  Sema Erla Serdar og Hörður Unnsteinsson frá samtökunum Já Ísland og ræddu við nemendur um sama mál. Báðar þessar heimsóknir voru í áfanganum félagsfræði 304 sem fjallar um stjórnmálafræði.

Þann 19. október síðastliðinn kom Ómar Ragnarsson í heimsókn í sama áfanga til að ræða við nemendur um stjórnarskrárfrumvarpið. Það var vissulega nytsamleg heimsókn þar sem daginn eftir var kosið um frumvarpið.
Einnig kom áhugaverður gestur í heimsókn í ensku og sögu en það var rúmensk kona að nafni Andreea Ionescu sem kom frá DNS kennaraskólanum í Danmörku. Hún fræddi nemendur í sögu um Rúmeníu undir stjórn Ceausescu og ræddi við nemendur í ensku um störf sín í Kína, Indlandi og Bangladesh.
Heimsóknir sem þessar auðga skólastarfið verulega og nemendur hafa bæði gagn og gaman af því að kynnast sjónarmiðum gesta sem hafa ólíkar skoðanir og bakgrunn en þeir eiga að venjast.
zp8497586rq