Gettu betur – MB mætir FAS á sunnudag í útvarpssal

RitstjórnFréttir

IMG_0413Spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hófst nú í janúar. Lið MB mætir Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu í útvarpshúsinu við Efstaleiti þann 19. janúar og hefst viðureignin kl 13:00. Lið MB skipa þau Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Sandri Shabansson og Þorkell Már Einarsson og varamaður er Anna Þórhildur Gunnarsdóttir.

Boðið verður upp á rútuferð frá skólanum á sunnudaginn ef næg þátttaka verður. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á facebook síðu nemendafélags MB eða í tölvupósti á netfangið peturfs11@menntaborg.is fyrir kl. 16.00 á laugardag.

Áætlað er að leggja af stað frá MB kl. 11:30 á sunnudagsmorgun.

zp8497586rq