Söngkeppni Menntaskóla Borgarfjarðar fór fram miðvikudagskvöldið 8. febrúar. Sex söngatriði voru á dagskrá og var umgjörð keppninnar til fyrirmyndar. Undirleikur var ekki af verri endanum en húsband skólans sá um undirleik söngatriðanna. Það var sex manna dómnefnd sem fékk það erfiða verkefni að velja sigurlag kvöldsins – en keppnin í ár var mjög jöfn. Sigurvegari kvöldsins var Selma Ágústsdóttir en hún flutti lagið The story með Brandi Carlile. Í öðru sæti var dúett þar sem Sigríður Þorvaldsdóttir og Eva Margrét Eiríksdóttir fluttu lagið Somebody to love með Queen. Aðrir flytjendur voru Heiðar Örn Jónsson, Árný Inda Indriðadóttir og Jóhanna María Kynnar kvöldsins voru þau Birta Rán Björgvinsdóttir og Rúnar Gíslason. Keppnin var vel sótt af gestum og enginn svikinn af þessari stund.