Glæsilegur árangur nemanda MB

Ritstjórn Fréttir

Alexander Gabríel Guðfinnsson nemandi við Menntaskóla Borgarfjarðar varð í 12. sæti á efra stigi í forkeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna sem haldin var í haust. 328 nemendur frá 16 skólum tóku þátt í forkeppninni, 189 nemendur á neðra stigi og 139 á efra stigi.  Fjórir nemendur úr Menntaskóla Borgarfjarðar tóku þátt í keppninni, ásamt Alexander Gabríel sem keppti á efra stigi þá kepptu þeir Bergur Jóhannsson, Sveinn Jóhann Þórðarson og Þorkell Már Einarsson fyrir hönd skólans á neðra stigi. Lokakeppnin fer fram í mars nk. Menntaskóli Borgarfjarðar er afar stoltur af árangri og þátttöku nemenda sinna.