Góðir gestir frá Húsavík

Ritstjórn Fréttir

Kennarar og stjórnendur Framhaldsskólans á Húsavík komu í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar í dag til þess að kynna sér starfsemi skólans og fræðast um sérstöðu hans. Lilja Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari fjallaði um leiðsagnarmatið sem einkennir námsmat skólans og Ívar Örn Reynisson greindi frá þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi vegna innleiðingar nýrrar aðalnámskrár en innleiðingin er allvel á veg komin í skólanum. Þá fjallaði Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari sérstaklega um nýstofnaða framhaldsskólabraut, eins til tveggja ára námsbraut, sem ætluð er fyrir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði inn á aðrar námsbrautir skólans eða hafa ekki gert upp hug sinn varðandi áframhaldandi nám. Kennarar MB svöruðu ýmsum spurningum gestanna og skipst var á skoðunum um nám og kennslu.

zp8497586rq