Góðir jólagestir

Ritstjórn Fréttir

IMG_2386Í áfanganum FÉL3A06 hefur sú venja komist á nemendum gefst tækifæri til að hitta stjórnmálamenn. Fyrr á önninni var farið í vettvangsferð í Alþingishúsið þar sem nemendur ræddu við stjórnmálamenn en ekki tókst að hitta fulltrúa frá öllum flokkum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur vanið komu sína í skólann undanfarin ár og hann gerði enga undantekningu á því að þessu sinni. Þá kom Bjarki Þór Grönfeldt, fyrrum nemandi MB og fulltrúi UVG, Ungra vinstri grænna einnig í heimsóknina. Þeir ræddu við nemendur um fjölbreytt málefni sem brenna á nemendum, svo sem fjárlagafrumvarpið, náttúrupassann, menntamál og fleiri dægurmál. „Heimsóknir og samtöl við stjórnmálamenn eru mikilvægur hluti af áfanganum og í því að efla áhuga og þekkingu nemenda á stjórnmálum“, segir Ívar Örn Reynisson kennari.