Hið árlega framhaldsskólamót í hestaíþróttum var haldið laugardaginn 27. mars. Mótið var að þessu sinni haldið í reiðhöllinni hjá hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Sífelllt fjölgar þeim sem taka þátt í þessu móti og núna var metskráning. Skráningar voru vel yfir hundrað frá sextán framhaldsskólum.
