
Tveir fulltrúar MB, Daði Freyr Guðjónsson og Arnar Þórsson, tóku þátt í mótinu ásamt sínum dömum, en báðir keppa þeir fyrir Dansíþróttafélag Borgarfjarðar og UMSB. Árangur þeirra var til fyrirmyndar. Í bikarmeistaramótinu á laugardag komust Arnar og Ásdís Sólveig Jónsdóttir í undanúrslit og Daði Freyr og Þorbjörg dönsuðu í úrslitum og lentu í 5. sæti.
Á sunnudag kepptu þau á Íslandsmeistaramótinu í suður-amerískum dönsum í flokki fullorðinna og komust í úrslit. Daði og Þorbjörg hlutu fjórða sætið og Arnar og Ásdís Sólveig það sjötta. Að lokum kepptu pörin í opnu alþjóðlegu keppninni og komust bæði inn í undanúrslit.
Menntaskóli Borgarfjarðar og Dansíþróttafélag Borgarfjarðar óska þeim innilega til hamingju.