Grímuskylda

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Eins og ekki hefur farið fram hjá neinum þá hefur hefur smitum vegna kórónu­veirunnar fjölgað verulega síðustu daga. Því er nú sérstaklega mikilvægt að við fylgjum sóttvarnarreglum til hins ítrasta. Það er aldrei of oft sagt að „við erum almannavarnir“.

Í ljósi tilmæla sóttvarnarlæknis munum við grípa til enn frekari aðgerða sóttvarna en verið hefur. Við viljum að allir, bæði starfsfólk og nemendur noti alltaf grímu í aðstæðum þar sem ekki er hægt að viðhafa a.m.k. 1 metra fjarlægð (svo sem þar sem kennari þarf að koma nær nemanda til að hjálpa honum).

Frá og með morgundeginum viljum við ekki sjá neinar undantekningar á þessu hvorki hjá nemendum né starfsfólki. Því biðjum við alla um að hafa meðferðis grímu(r) á morgun. Eins mun MB útvega grímur þegar mætt er í skólann.

Við viljum einnig að nemendur og starfsfólki mæti alls ekki í skólann ef þeir eru með einkenni COVID og tilkynni þá veikindi gegnum INNU.