Grjóthrun á lóð Menntaskóla Borgarfjarðar

Ritstjórn Fréttir

Grjóthrun við MB

Gríðarstórt bjarg og nokkrir smærri grjóthnullungar hafa hrunið úr klettavegg og ofan í port við suðvesturhlið skólahússins. Talið er að þetta hafi gerst aðfaranótt miðvikudagsins 14. nóvember. Hurð skall nærri hælum því aðeins munaði um fingurbreidd að bjargið lenti á skólahúsinu. Ef svo hefði farið má gera ráð fyrir að tjón hefði orðið umtalsvert. Nú velta menn vöngum yfir því hvort hraustmenni úr hópi nemenda geti fjarlægt bjargið en líklegra er talið að kalla verði til stórvirkar vinnuvélar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hve litlu munaði að bjargið skylli á skólahúsinu.

zp8497586rq