Eva Margrét Eiríksdóttir nemandi í MB tekur þátt í hæfileikakeppni Íslands. Eva kemur fram í fyrsta undanúrslitaþætti af fjórum á SkjáEinum föstudaginn 30. mars nk. Hægt verður að kjósa atriði í þættinum inn á mbl til miðnættis fimmtudaginn 5. apríl. Þau atriði sem fá besta kosningu komast áfram í úrslitaþáttinn sem verður í beinni útsendingu 4. maí 2012 á SkjáEInum.
