Hafragrautur í morgunsárið

RitstjórnFréttir

Hafragrautur slær í gegn í MB

Sú nýbreytni var tekin upp við Menntaskóla Borgarfjarðar í haust að bjóða nemendum upp á frían hafragraut og er verkefnið tilraun fram að áramótum. Nemendur hafa sannarlega tekið vel í þessa nýbreytni og hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum. Ennfremur gefst nemendum kostur á öðrum léttum morgunverði gegn vægu gjaldi. Morgunverðurinn er oft talinn mikilvægasta máltíð dagsins og þetta er því góður kostur fyrir þá sem t.d. hafa ekki borðað morgunmat heima eða gleymt nesti.

zp8497586rq