Háskóladagurinn 1. mars

Ritstjórn Fréttir

OLYMPUS DIGITAL CAMERALaugardaginn 1. mars næstkomandi efna háskólarnir í landinu til kynningar á námsleiðum sem þar eru í boði. Dagskráin hefst kl. 12.00 og henni lýkur kl. 16.00. Nemendur sem ljúka stúdentsprófi í vor eru sérstaklega hvattir til að notfæra sér þetta tækifæri til að kynna sér námsleiðir og aðbúnað í íslenskum háskólum.

Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands verða með námskynningu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands.

Háskóli Íslands kynnir námsframboð sitt í Aðalbyggingu, Háskólatorgi, Öskju og Háskólabíói.

Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna námsframboð háskólanna í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

Listaháskóli Íslands verður með kynningu á námsbrautum sínum í Þverholti 11.

Boðið verður upp á fríar rútuferðir á milli skólanna. Sjá nánar á http://www.haskoladagurinn.is/