Haustönn 2016 – skólabyrjun

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 17. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks.  Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið.

Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) þriðjudaginn 16. ágúst.

Bókalista haustannar má finna á heimasíðu skólans www.menntaborg.is

Skólastarf hefst fimmtudaginn 18. ágúst samkvæmt stundatöflu.

Fundur með foreldrum nýnema

Sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn miðvikudaginn 17. ágúst kl. 17.00.  Á fundinum verður farið yfir skólastarfið framundan og kynntir ákveðnir þættir í þjónustu skólans við nemendur. Fundurinn verður í stofu 101 í skólanum.