Heilbrigðisritarabraut í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar vinnur um þessar mundir að uppsetningu heilbrigðisritarabrautar í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla.  Ráðgert er að hefja kennslu á brautinni á haustönn 2018.

Heilbrigðisritarabraut er 120 framhaldsskólaeiningar og eru námslok á 2. hæfniþrepi.  Sá sem lýkur námi á heilbrigðisritarabraut hefur undirbúning fyrir ritarastörf á heilbrigðisstofnunum og hjá fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu.

Hluti námsins fer fram í dagskóla eða fjarnámi í MB og hluti námsins í fjarnámi frá FÁ.  Nemandi sem kýs að taka námið í gegnum MB, skráir sig á brautina með því að hafa samband við Guðrúnu Björgu Aðalsteinsdóttur skólameistara á netfanginu gudrunbjorg@menntaborg.is

Nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu MB, www.menntaborg.is