Heimsókn frá Kalmar

Ritstjórn Fréttir

17 nemendur og 4 kennarar frá menntaskóla í Kalmar í Svíþjóð eru nú í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þeir taka sérstaklega þátt í jarðfræði- og líffræðikennslu og hefur Þóra Árnadóttir náttúrufræðikennari umsjón með heimsókninni. Gestirnir komu til landsins á síðdegis á miðvikudag og héldu rakleiðis í Borgarnes þar sem þeir gista á heimilum nemenda. Á fimmtudag var farið í vettvangsferð um Borgarfjörðinn í fegursta veðri og allar helstu náttúruperlur svæðisins skoðaðar. Sænsku gestirnir sækja kennslustundir í menntaskólanum á föstudag og skoða sig um í Borgarnesi, fara á fuglasýninguna í Safnahúsinu, Landnámssetrið, Edduveröld o.s.frv. Á laugardegi er fyrirhugað að bjóða gestunum á danssýningu og síðan á hestbak. Svíarnir munu svo heimsækja Kvennaskólann í Reykjavík í næstu viku.