Heimsókn frá NFU Svedala

RitstjórnFréttir

Þessa viku eru 14 sænskir nemendur og fjórir kennarar frá NFU menntaskólanum í Svedala í náms- og kynnisferð á Íslandi. NFU á í samstarfi við MB og er þetta í þriðja sinn sem nemendur hans koma hingað.

Svíarnir hafa farið, ád8991e85-0562-40f9-837c-12300472f0b6samt nemendum MB, í tvær vettvangs-ferðir. Í þeirri fyrri voru uppsveitir Borgarfjarðar skoðaðar. Í Reykholti fræddust nemendur um sögu staðarins og skoðuðu sýningu um ævi og sögu Snorra Sturlusonar og gengu að Snorralaug og Skriflu. Í ferðinni var líka staldrað við Hraunfossa og Barnafoss, Deildartunguhver og Grábrók og rætt um jarðfræði og náttúrufyrirbrigði. Í seinni ferðinni fór hópurinn Gullna hringinn þ.e. skoðuðu Þingvelli, Geysi og Gullfoss. Á heimleiðinni var komið við í jarðskjálftaherminum í Hveragerði. 

Í dag verður farið á sýningar Landnámsseturs um landnámið og Egils sögu og Borg á Mýrum heimsótt. Ferðinni lýkur á morgun en þá verður haldið til Reykjavíkur og höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar í Reykjavík heimsóttar og síðan fer hluti hópsins í Hellisheiðavirkjun og hinn hlutinn heimsækir Alþingi. 

 Gert er ráð fyrir að hópur nemenda úr MB fari í námsferð til Svedala á næsta skólaári.