Heimsókn frá Stígamótum

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Stígamót hafa ákveðið að hefja reglubundna þjónustu á Vesturlandi á tveggja vikna fresti. Starfsemin verður í Borgarnesi og í boði verða gjaldfrjáls viðtöl við félagsráðgjafa fyrir fólk af öllu Vesturlandi.

Í morgun var velheppnaður kynningarfundur frá Stígamótum fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Þær Guðrún og Erla Björg fjölluðu almennt um starfsemi og þjónustu Stígamóta. Vakti erindi þeirra fólk til umhugsunar og umræðu um kynferðisofbeldi.