Heimsókn í háskólann á Bifröst

RitstjórnFréttir

bifr_132803Nemendum í viðskiptagreinum í  MB var nýverið boðið í heimsókn í Háskólann á Bifröst. Þar fengu þeir kynningu á námsframboði háskólans sem og félagslífi. Farið var í göngutúr um háskólasvæðið og nemendagarðar skoðaðir. Loks var boðið upp á pítsu á kaffihúsinu. Nemendur voru ánægðir með heimsóknina og sögðust hafa fengið góða mynd af námi á Bifröst og lífinu í háskólaþorpinu. Kennari viðskiptagreina við MB er Helga Karlsdóttir.