Heimsókn í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

 Í dag fimmtudaginn fjórða mars bauð MB öllum nemendum í tíunda bekk Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarness í heimsókn. Hefðbundin kennsla var felld niður og nemendur MB tóku að sér  hlutverk gestgjafa og leiddu gestina um skólann. Í skólanum höfðu kennarar sett upp ýmsar stöðvar til að kynna hluta af því námi sem við í MB bjóðum upp á. Gerðar voru tilraunir, farið í leiki, spurningakeppnir og ýmislegt fleira.

Að endingu áttu svo nemendur notalega samverustund og sporðrenndu um 150 „menntaborgurum“. Þessi dagur var skemmtilegur í alla staði og við þökkum nemendum og kennurum þeirra kærlega fyrir komuna. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.