Heimsókn í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Mánudaginn 24. febrúar bauð MB öllum nemendum í níunda og tíunda bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarness í heimsókn. Hefðbundin kennsla var felld niður og nemendur MB tóku að sér  hlutverk gestgjafa og leiddu gestina um skólann. Í skólanum höfðu kennarar sett upp ýmsar stöðvar til að kynna hluta af því námi sem við í MB bjóðum upp á. Meðal annars var krufinn refur, sýnd eðalisfræði tilraun með pendúl, nammistöð til að læra um mismunandi bragð, kynning á félagsfræði og mismunandi menningu og margt fleira. Að endingu var svo borðað saman. Þessi dagur var skemmtilegur í alla staði og við þökkum nemendum og kennurum þeirra kærlega fyrir komuna. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum