Heimsókn til forseta Íslands

RitstjórnFréttir

Þriðjudaginn 29 nóvember héldu nemendur í stjórnmálafræði í skólanum í kynnisferð til helstu valdastofnana íslenska ríkisins. Hefur slík kynnisferð ávalt verið á dagskrá áfangans frá stofnun skólans og mælst ætíð vel fyrir meðal nemenda. Að þessu sinnni var Alþingi sótt heim sem og Forsetaembættið á Bessastöðum. Tók sjálfur forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, á móti nemendum í betri stofunni á Bessastöðum. Kynnti hann m.a. fyrir nemendum störf embættisins, stöðu forsetans við upphaf 21 aldarinnar og sögu staðarins. Einnig spurðu áhugasamir nemndur forsetann út í stjórnarskránna og þau drög sem nú liggja fyrir um breytingar á henni frá Stjórnlagaráði, en nemendur vinna um þessar mundir verkefni um þessi mál. Spunnust skemmtilegar umræður milli forsetans (sem einmitt er gamall doktor í stjórnmálafræði) og nemenda um stjórnarskrármál sem einmitt eru í deiglunni um þessar mundir.

zp8497586rq