Herbergi til leigu

RitstjórnFréttir

Herbergi til leigu fyrir nemendur MB að Þorsteinsgötu 5 neðri hæð ( við hliðina á Íþróttamiðstöðinni )

Næsta skólaár (2012 – 2013) eru fjögur einstaklingsherbergi til leigu í íbúð að Þorsteinsgötu 5 í Borgarnesi fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar. Eitt herbergjanna getur verið leigt út sem tveggja manna ef þörf er á.
Í öllum herbergjum getur verið rúm, fataskápur, skrifborð og stóll en nemendum er einnig frjálst að koma með eigin húsgögn. Baðherbergi, eldhús (með öllu því sem þarf), setustofa og þvottahús (með þvottavél) eru sameiginleg rými. Parket á gólfum, flísar í anddyri og á baði. Rúmgóður gangur er í gegnum íbúðina.

  • Verð einstaklings herbergi  25.000. kr
  • Verð tveggja manna herbergi  20.000. kr. á mann

Áhugasamir þurfa að láta vita fyrir 8. júní  nk. á skrifstofu skólans. Nánari upplýsingar í síma 4337700.
Nemendur geta sótt um húsaleigubætur til Borgarbyggðar. Upplýsingar um húsaleigubætur og umsóknareyðublöð fást í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi. Síminn er 433-7100.