Hestahópur NMB

Hestamenn í MB

Ritstjórn Fréttir

Hestahópur NMBInnan Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) er meðal annars starfræktur hestahópur.
Í hópnum eru 8 nemendur, þau Auður Ósk Sigurþórsdóttir, Axel Örn Ásbergsson, Ágústa Rut Haraldsdóttir, Berglind Ýr Ingvarsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Klara Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Axel Björnsson og Sigrún Rós Helgadóttir. Þau undirbúa sig nú af kappi fyrir framhaldsskólamótið í hestaíþróttum og eru á  keppnisnámskeiði undir leiðsögn Birnu Tryggvadóttur.
Mótið verður haldið í Mosfellsbæ laugardaginn 2. mars og mun hluti hópsins taka þátt í því fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar. Þar verður keppt í tölti, fjórgangi, fimmgangi og skeiði. Hestahópurinn undirbýr sig nú jafnframt fyrir þátttöku í Vesturlandssýningunni sem haldin verður af hestamannafélögum á Vesturlandi  í reiðhöllinni Faxaborg þann 23. mars. Þar koma þau fram í nafni Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar.