Hljómsveitin Pési og breiðnefirnir sigraði í söngvakeppni MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Söngvakeppni Menntaskóla Borgarfjarðar fór fram fimmtudagskvöldið 1. febrúar sl. Flutt voru þrjú lög. Sigurvegari að þessu sinni varð hljómsveitin Pési og breiðnefirnir – en hana skipa þeir Kristján Guðmundsson á bassa, Pétur Snær Ómarsson á gítar, Guðjón Snær Magnússon í fjarveru Snæþórs Bjarka sá um trommuleikinn og Þórður Brynjarsson, söng. Allir þátttakendur stóðu sig mjög vel og var dómnefndinni því nokkur vandi á höndum. Hana skipuðu þau Þóra Sif Svansdóttir, Davíð Georgsson og Ríkharður Mýrdal Harðarson.