Holl hreyfing – hjólum í skólann þriðjudaginn 18. september nk.

RitstjórnFréttir

Ódýr og holl hreyfing – hjólum í skólann. Í tengslum við Heilsueflandi skóla og  Evrópska samgönguviku 16. til 22. september eru nemendur og starfsmenn skólans hvattir til að hjóla í skóla/vinnu á þriðjudaginn í næstu viku, þ.e. 18. september. Reynum svo að fanga stemninguna á mynd – gætum unnið verðlaun fyrir skemmtilegustu myndina.