Framboðsfundur

Hraðstefnumót með frambjóðendum til alþingiskosninga

Ritstjórn Fréttir

FramboðsfundurNýverið var boðað til „hraðstefnumóts“ nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar og frambjóðenda í Norðvesturkjördæmi til alþingiskosninga. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki mættu í skólann og svöruðu spurningum nemenda og kennara. Fundurinn fór þannig fram að fundargestir skiptust í hópa sem sátu hver við sitt borð. Frambjóðendur skiptust síðan á um að setjast við borðin og svara fyrirspurnum. Þannig gafst nemendum tækifæri til að ræða augliti til auglitis við fulltrúa allra framboðanna. Nemendur voru mjög ánægðir með að fá þetta tækifæri til að hitta frambjóðendur og kynna sér sjónarmið þeirra. Nemendafélag MB skipulagði fundinn. Fundarstjóri var Pétur Már Jónsson.

Á myndinni má sjá frambjóðendur Samfylkingarinnar ræða við nemendur. Þess má geta að Inga Björk Bjarnadóttir sem skipar 6. sæti listans og er lengst til hægri á myndinni útskrifaðist frá MB vorið 2012.