Hversu mikill munur er á kynjunum í íþróttum í fjölmiðlum?

Ritstjórn Fréttir

Fótbolti

Á dögunum gerðu nemendur í félagsfræði kannanir á ýmsum þáttum samfélagsins. Í einni þeirra kom fram að mikill munur er á kynjunum í umfjöllun um íþróttir. Ekki eru jafn margar fréttir af konum og af körlum og karlar eru í miklum meirihluta. Rannsóknin var gerð á miðlunum vísi.is, mbl.is og dv.is, og íþróttagreinarnar voru handbolti, körfubolti og fótbolti. Á öllum þessum sviðum og miðlum eru karlar í miklum meirihluta. Í handbolta á vísi.is t.d. eru fréttirnar alls 80, aðeins 14 um konur en 66 fréttir um karla. Í fótbolta á dv.is voru fréttirnar 14 talsins en engin frétt um konur. Í körfubolta á dv.is voru 36 fréttir alls og aðeins ein frétt var um konu og 35 fréttir um karla. Oft eru konur miklu meira áberandi í fréttum þegar þær eru í einstaklingsíþróttum eins og t.d frjálsum og annað. Þess vegna væri mjög sniðugt að gera rannsókn líka úr þeim íþróttum.