Innritun á haustönn 2020

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Innritun eldri nemenda (fæddir 2003 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst mánudaginn 6. apríl og lýkur sunnudaginn 31. maí. Þeir nota til þess rafræn skilríki eða Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is  Sótt er um á menntagatt.is

Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 6. maí til 10. júní. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis 10. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit.