Innritun á starfsbraut

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hófst þann 1. febrúar sl. og stendur til 29. febrúar. Umsækjendur sækja um skólavist á menntagatt.is

Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef spurningar vakna. Umsækjendum og foreldrum eða forráðamönnum er velkomið að heimsækja skólann og kynna sér starf hans á innritunartímabilinu.