Innritun á starfsbraut hefst 1. febrúar

Ritstjórn Fréttir

Innritun á starfsbrautir framhaldsskólanna fyrir fatlaða nemendur hefst þann 1. febrúar næstkomandi og stendur til 28. febrúar. Auglýsing þess efnis var birt í dagblöðum um síðustu helgi.

Þar sem menntamálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar um nöfn nemenda í grunnskólum sem sækja munu um á starfsbrautum fá grunnskólar send bréf til foreldra/forráðamanna sem þeir verða beðnir að koma til skila til hlutaðeigandi. Hið sama á við um bréf til nemenda með upplýsingum og leiðbeiningum um rafræna innritun.

Nemendur sækja sjálfir veflykil á menntagatt.is en að öðru leyti er þessi innritun með sama hætti og hin almenna innritun.

Upplýsingar um þá skóla sem bjóða upp á starfsbrautir er að finna á menntagatt.is.

Nemendur og foreldrar/forráðamenn geta heimsótt skólana á innritunartímabilinu. Einnig geta þeir fengið aðstoð við innritunarferlið ef þörf krefur.

Gert er ráð fyrir að fjallað verði um umsóknirnar í mars og apríl og að nemendum hafi borist svör í síðasta lagi í lok apríl. Afgreiðsla umsókna er með hefðbundnum hætti, þ.e. umsóknir um skóla sem valinn er í fyrsta sæti eru afgreiddar fyrst og sendar í skóla sem valinn er í annað sæti ef umsókn er hafnað.

zp8497586rq