Innritun fatlaðra nemenda í framhaldsskóla haustið 2012

RitstjórnFréttir

Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla.

Innritað verður frá 30. janúar til 29. febrúar 2012. Tímamörk almennrar innritunar gilda þó fyrir þær umsóknir sem berast seinna.

Umsækjendur sækja veflykil á menntagatt.is. Þegar umsækjendur hafa fengið veflykil opnast þeim aðgangur að innrituninni. Nánari leiðbeiningar um rafræna innritun er að finna í bréfi til forráðamanna nemenda sem afhent er í grunnskólum landsins og einnig má finna á slóðinni menntagatt.is/kynningarefni.

Nemendum og forráðamönnum þeirra er velkomið að hafa samband eða koma í skólann og fá frekari upplýsingar um starfið á Starfsbrautinni.

Upplýsingar veitir umsjónarmaður starfsbrautar í síma 433-7700.

zp8497586rq