Innritun lokið

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Innritun nemenda úr tíunda bekk í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir komandi skólaár er lokið. Alls innritast 51 nemandi úr 12 póstnúmerum úr tíunda bekk árið 2023. Um er að ræða mikla fjölgun frá fyrri árum og aldrei fleiri nemendur innritast úr tíunda bekk frá stofnun skólans. Það lítur því út fyrir að fjölgun staðnema frá fyrra ári sé um 20%. Við í MB erum einstaklega ánægð með þennan flotta og fjölbreytta hóp sem hefur nám hjá okkur í haust. Gaman er að geta þess að þessir nemendur eru jafnaldrar skólans. MB á það sameiginlegt með þessum nemendum að vera til í nýjungar og eiga framtíðina fyrir sér.

Nemendum á að hafa borist tilkynning frá Menntamálastofnun um innritun í skólann og einnig fá nemendur bréf frá skólanum á allra næstu dögum með nánari upplýsingum