Á Uglukletti

Íþróttasvið í MB

RitstjórnFréttir

Á UgluklettiSíðastliðið haust hófst kennsla á íþróttasviði við félags- og náttúrufræðibrautir MB. Á íþróttasviði er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun auk kjarna á viðkomandi brautum.  Um er að ræða 220 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími að jafnaði er 6 annir. Námsbrautum með íþróttasviði er ætlað að veita nemendum undirbúning undir leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum og frekara nám á háskólastigi í íþrótta-, kennslu- og heilsufræðum.

Í kennslunni er farið  yfir margvíslega þætti íþróttafræði, allt frá þjálfun barna til líffæra- og hreyfifræða. Á haustönn var fjallað um þjálfun barna og unglinga og hlutverk þjálfarans. Einnig var fjallað um líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska barna á hverju aldursskeiði fyrir sig.

Mörg skemmtileg verkefni voru unnin á önninni.  Má þar nefna hreyfistundir sem nemendur sáu um á leikskólanum Uglukletti, bæði úti og inni í sal, og umsjón íþróttaskóla (eitt skipti) í Íþróttamiðstöðinni. Bæði þessi verkefni skipulögðu nemendur sjálfir og leystu mjög vel af hendi að sögn Sigurðar Arnar Sigurðssonar, kennara og umsjónarmanns íþróttabrauta.  Að loknum þessum áfanga og einum áfanga í tiltekinni íþróttagrein fá nemendur réttindi frá ÍSÍ til að þjálfa börn undir 12 ára aldri. Aðsókn að íþróttasviði er mjög góð.

Á myndinni má sjá nemendur MB ásamt leikskólabörnum á Uglukletti.

zp8497586rq