Jöfnunarstyrkur

RitstjórnFréttir

Þann 1. september var opnað fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks á skólaárinu 2012-2013. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn í gegnum sitt svæði í heimabankanum sínum og/eða Innu, vefkerfi framhaldsskólanna. Umsóknarfrestur vegna haustannar 2012 er til 15. október næstkomandi.

Nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili og fjölskyldu eru hvattir til að kynna sér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á vef Lánasjóðs íslenskra námsmanna www.lin.is