Jöfnunarstyrkur til náms – umsóknarfrestur til 15. okt.

RitstjórnFréttir

IMG_0172Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá nemendur sem stunda nám fjarri heimilum sínum. Nemendur sem dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu vegna náms eiga rétt á dvalarstyrk en nemendur sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla eiga rétt á akstursstyrk.

Nánari reglur um styrkina er að finna á vef LÍN www.lin.is og eru nemendur og aðstandendur þeirra hvattir til að kynna sér þær.

Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2014 rennur út þann 15. október næstkomandi.