Jöfnunarstyrkur

RitstjórnFréttir

Opið fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk

Athygli er vakin á því að nú er búið að opna fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks. Þeir nemendur sem búa utan Borgarness eru hvattir til að sækja um. Sótt er um á vefslóðinni www.lin.is, inn á ykkar svæði á INNU eða í heimabankanum. Umsóknarfrestur haustannar 2011 er til 15. október næstkomandi. Einnig er hægt að sækja um fyrir vorönn ef nemandi ætlar að vera áfram við nám.